Seyðisfjörður

Fyrir fjörðinn á Vestfjörðum, sjá Seyðisfjörður (Ísafjarðardjúpi).

Seyðisfjörður (áður fyrr einnig nefndur Seyðarfjörður) er kaupstaður í botni samnefnds fjarðar á Austfjörðum. Staðurinn óx kringum síldveiðar- og vinnslu. Íbúar voru 685 árið 2019.

Bærinn fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar 1895 og var þá skilinn frá Seyðisfjarðarhreppi. Kaupstaður og hreppur sameinuðust á ný 1. apríl 1990, þá undir merkjum kaupstaðarins. Nú er Seyðisfjörður hluti af sveitarfélaginu Múlaþingi.

Seyðisfjörður er þekktur fyrir fjölskrúðugt menningarlíf en þar er árlega haldin Listahátíðin Á seyði en partur af henni eru sumartónleikaröðin Bláa kirkjan og LungA (Listahátíð ungs fólks, Austurlandi). Auk þess heldur safnið árlega Smiðjuhátíð vikuna eftir Lunga. Á Seyðisfirði má einnig finna myndlistarmiðstöðina Skaftfell sem stendur fyrir myndlistasýningum allt árið. Í bænum er einnig eina starfandi kvikmyndahúsið á Austurlandi. Bærinn á sér m...Lesa meira

Fyrir fjörðinn á Vestfjörðum, sjá Seyðisfjörður (Ísafjarðardjúpi).

Seyðisfjörður (áður fyrr einnig nefndur Seyðarfjörður) er kaupstaður í botni samnefnds fjarðar á Austfjörðum. Staðurinn óx kringum síldveiðar- og vinnslu. Íbúar voru 685 árið 2019.

Bærinn fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar 1895 og var þá skilinn frá Seyðisfjarðarhreppi. Kaupstaður og hreppur sameinuðust á ný 1. apríl 1990, þá undir merkjum kaupstaðarins. Nú er Seyðisfjörður hluti af sveitarfélaginu Múlaþingi.

Seyðisfjörður er þekktur fyrir fjölskrúðugt menningarlíf en þar er árlega haldin Listahátíðin Á seyði en partur af henni eru sumartónleikaröðin Bláa kirkjan og LungA (Listahátíð ungs fólks, Austurlandi). Auk þess heldur safnið árlega Smiðjuhátíð vikuna eftir Lunga. Á Seyðisfirði má einnig finna myndlistarmiðstöðina Skaftfell sem stendur fyrir myndlistasýningum allt árið. Í bænum er einnig eina starfandi kvikmyndahúsið á Austurlandi. Bærinn á sér merka sögu sem hægt er að kynna sér með því að heimsækja Tækniminjasafn Austurlands sem hefur á safnasvæði sínu meðal annars elstu vélsmiðju landsins og fyrstu ritsímastöð landsins. Fjarðarselsvirkjun (gangsett 1913), sem er í eigu Rarik, er fyrsta riðstraums- og bæjarveitan á Íslandi. Árið 2003 var stöðvarhúsið gert upp og á efri hæðinni komið fyrir sýningu.

Til Seyðisfjarðar siglir færeyska ferjan Norræna frá Færeyjum en þaðan siglir hún jafnframt til Danmerkur. Er þetta eina leiðin fyrir þá sem vilja fara til og frá Íslandi með bíl (utan þess að flytja bílinn með gámaskipi).

Þar hefur verið sjálfvirk veðurathugunarstöð síðan 1995.

Í desember 2020 féllu margar aurskriður á bæinn í kjölfar mikilla rigninga en um 570 mm úrkoma féll á 5 dögum. 14 hús eyðilögðust og voru allir íbúar bæjarins fluttir burt tímabundið. Þar á meðal voru vernduð og sögufræg hús. Skriðan var sú stærsta sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi. Viðbragðsaðilar og nokkrir íbúar voru á svæðinu og í nágrenninu og sluppu sumir naumlega undan stærstu skriðunni.

Photographies by:
Zones
Statistics: Position (field_position)
4684
Statistics: Rank (field_order)
17357

Bæta við nýjum ummælum

Esta pregunta es para comprobar si usted es un visitante humano y prevenir envíos de spam automatizado.

Security
347159268Click/tap this sequence: 7316

Google street view

452.713 visits in total, 9.077 Points of interest, 403 Destinations, 21 visits today.