Mývatn er stöðuvatn í Suður-Þingeyjarsýslu, skammt frá Kröflu. Mývatn er fjórða stærsta stöðuvatn Íslands, um 37 ferkílómetrar að stærð. Vatnið er fremur grunnt, eða fimm metrar þar sem dýpst er. Í vatninu eru um 40 litlar eyjar og þykja þær gefa vatninu ægifagurt yfirbragð. Innrennsli í vatnið er að mestu frá lindum sem eru víða við það austan- og sunnanvert. Úr Mývatni rennur Laxá.

Mývatn er einna þekktast fyrir fjölskrúðugt fuglalíf - t.d. eru fleiri andategundir þar en á nokkrum öðrum stað heimsins. Kísiliðjan vann kísilgúr úr vatninu af í tæpa fjóra áratugi, en vinnslu var hætt 28. nóvember 2004 og verksmiðjan rifin ári síðar.

Sumir telja vatnið vera ofauðgað, þ.e. ofmettað af næringarefnum. Við Mývatn hefur verið starfrækt sjálfvirk veðurathugunarstöð síðan 1996.

Photographies by:
Pietro - CC BY-SA 3.0
Zones
Statistics: Position (field_position)
1782
Statistics: Rank (field_order)
49008

Bæta við nýjum ummælum

Esta pregunta es para comprobar si usted es un visitante humano y prevenir envíos de spam automatizado.

Security
268597413Click/tap this sequence: 2285

Google street view

455.566 visits in total, 9.077 Points of interest, 403 Destinations, 197 visits today.