Alba

( Skotland )

Context of Skotland

Skotland (enska og skoska: Scotland, gelíska: Alba) er land í Vestur-Evrópu og næststærsti hluti Bretlands (hinir hlutarnir eru England, Wales og Norður-Írland). Það hefur eigið þing og heimastjórn frá árinu 1999. Skotland á landamæri að Englandi í suðri og strönd að Úlfreksfirði og Írlandshafi í vestri og Norðursjó í austri. Skotlandi tilheyra meira en 790 eyjar, þar á meðal Norðureyjar og Suðureyjar. Í hafinu undan Skotlandi eru auðugar olíulindir. Höfuðborg landsins og næststærsta borg þess er Edinborg en stærsta borgin er Glasgow. Þriðja stærsta borgin er Aberdeen.

Skotland var sjálfstætt konungsríki á miðöldum en gekk í konungssamband við England og Írland þegar Jakob 6. Skotakonungur tók við af Elísabetu 1. árið 1603. Skoska þingið var lagt niður 26. mars 1707 og Skotland var formlega sameinað Bretlandi með bresku sambandslögunum 1. maí sama ár þegar Breska konungdæmið var stofnað með eitt þing í Westminster í London. Þann 1. janúar 1801 varð Írland...Lesa meira

Skotland (enska og skoska: Scotland, gelíska: Alba) er land í Vestur-Evrópu og næststærsti hluti Bretlands (hinir hlutarnir eru England, Wales og Norður-Írland). Það hefur eigið þing og heimastjórn frá árinu 1999. Skotland á landamæri að Englandi í suðri og strönd að Úlfreksfirði og Írlandshafi í vestri og Norðursjó í austri. Skotlandi tilheyra meira en 790 eyjar, þar á meðal Norðureyjar og Suðureyjar. Í hafinu undan Skotlandi eru auðugar olíulindir. Höfuðborg landsins og næststærsta borg þess er Edinborg en stærsta borgin er Glasgow. Þriðja stærsta borgin er Aberdeen.

Skotland var sjálfstætt konungsríki á miðöldum en gekk í konungssamband við England og Írland þegar Jakob 6. Skotakonungur tók við af Elísabetu 1. árið 1603. Skoska þingið var lagt niður 26. mars 1707 og Skotland var formlega sameinað Bretlandi með bresku sambandslögunum 1. maí sama ár þegar Breska konungdæmið var stofnað með eitt þing í Westminster í London. Þann 1. janúar 1801 varð Írland svo hluti af þessu sameinaða konungdæmi. Skoska þingið var endurreist í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1999. Það hefur þó ekki völd í utanríkismálum. Þjóðaratkvæðagreiðsla um sambandsslit var haldin árið 2014 þar sem tillagan var felld.

Efnahagur Skotlands hefur lengi byggst á þungaiðnaði eins og skipasmíði og stáliðnaði. Frá 8. áratugnum hefur Norðursjávarolía orðið mikilvægari hluti af efnahagslífi landsins. Fjármálaþjónusta er líka áberandi. Þekktasta útflutningsvara Skota er líklega skoskt viskí sem er 85% af heildarútflutningi matar- og drykkjarvara frá Skotlandi.

More about Skotland

Currency:
Calling code:
+44
Internet domain:
.scot
Driving side:
Population:
5.313.600
Svæði:
78.782
km2

Phrasebook

Halló
Halò
Heimur
Saoghal
Halló heimur
Hàlo a Shaoghail
Þakka þér fyrir
Tapadh leat
Tha
Nei
Chan eil
Hvernig hefurðu það?
Ciamar a tha thu?
Fínt, takk
Glè mhath, tapadh leat
Hversu mikið er það?
Dè cho mòr 'sa tha e?
Núll
Neoni
Einn
Aon
Tveir
Dhà

Where can you sleep near Skotland ?

Booking.com

More images

6.565 visits today, 307 Destinations, 5.846 Points of interest, 186.294 visits in total.