Sjanghæ

Context of Sjanghæ

Sjanghæ (kínverska: 上海; rómönskun: Shànghǎi): Shànghǎi ; sjanghæíska: Zanhe) er stærsta borg Kína og stendur við óshólma Yangtze-fljóts. Borgin er ein mikilvægasta menningar-, fjármála-, verslunar-, iðnaðar- og samskiptamiðstöð Kína. Borgin er eitt af fjórum sveitarfélögum Alþýðulýðveldisins sem hafa sömu stöðu og héruðin. Í Sjanghæ er líka stærsta höfn heims, hvað flutningamagn varðar, stærri en Singapúr og Rotterdam.

Lengst af var staðurinn aðeins kyrrlátur fiskibær en á 20. öldinni varð hann að mikilvægustu borg Kína, miðpunkti alþýðumenningar, lasta, mennta og stjórnmálaumræðu á lýðveldistímanum. Eftir valdatöku kommúnista 1949 tók við hnignunarskeið í sögu borgarinnar þar sem mikil skattheimta lék hana grátt og stjórnvöld beittu sér gegn borgaralegum einkennum hennar sem voru kommúnistum lítt að skapi. Árið 1992 leyfði ríkisstjórnin endurreisn markaðshagkerfis og síðan þá hefur borgin vaxið afar hratt og leitt hina hröðu efnahagsþróun Kí...Lesa meira

Sjanghæ (kínverska: 上海; rómönskun: Shànghǎi): Shànghǎi ; sjanghæíska: Zanhe) er stærsta borg Kína og stendur við óshólma Yangtze-fljóts. Borgin er ein mikilvægasta menningar-, fjármála-, verslunar-, iðnaðar- og samskiptamiðstöð Kína. Borgin er eitt af fjórum sveitarfélögum Alþýðulýðveldisins sem hafa sömu stöðu og héruðin. Í Sjanghæ er líka stærsta höfn heims, hvað flutningamagn varðar, stærri en Singapúr og Rotterdam.

Lengst af var staðurinn aðeins kyrrlátur fiskibær en á 20. öldinni varð hann að mikilvægustu borg Kína, miðpunkti alþýðumenningar, lasta, mennta og stjórnmálaumræðu á lýðveldistímanum. Eftir valdatöku kommúnista 1949 tók við hnignunarskeið í sögu borgarinnar þar sem mikil skattheimta lék hana grátt og stjórnvöld beittu sér gegn borgaralegum einkennum hennar sem voru kommúnistum lítt að skapi. Árið 1992 leyfði ríkisstjórnin endurreisn markaðshagkerfis og síðan þá hefur borgin vaxið afar hratt og leitt hina hröðu efnahagsþróun Kína. Þar búa nú rúmar 17 milljónir manna sem gerir Sjanghæ að einni af stærstu borgum heims. Í nálægri framtíð stendur borgin frammi fyrir þeim áskorunum að endurheimta stöðu sína sem heimsborg og auka lífsgæði íbúa sinna, þar á meðal hinna fjölmörgu farandverkamanna sem sækja þangað frá fátækari héruðum landsins.

Where can you sleep near Sjanghæ ?

Booking.com
233.977 visits in total, 7.465 Points of interest, 323 Destinations, 6 visits today.