Россия

Rússland
Ninara from Helsinki, Finland - CC BY 2.0 Suleymannabiev - CC BY-SA 4.0 Sorovas - CC BY-SA 3.0 NASA Earth Observatory images by Jesse Allen, using Landsat data from the U.S. Geological Survey. - Public domain Butorin - CC BY-SA 4.0 Tamten at cs.wikipedia - Public domain Sergey Pesterev - CC BY-SA 4.0 M.Dirgėla - CC BY-SA 3.0 Апарин Алексей (Заводской) - CC BY-SA 4.0 Florstein (WikiPhotoSpace) - CC BY-SA 4.0 Florstein (WikiPhotoSpace) - CC BY-SA 4.0 Tamten at cs.wikipedia - Public domain A.Savin - CC BY-SA 3.0 Татьяна Лисицына - CC BY-SA 4.0 Ministry of Defence of the Russian Federation - CC BY 4.0 Тимур Агиров - CC BY-SA 4.0 Sorovas - CC BY-SA 3.0 Витольд Муратов - CC BY-SA 3.0 CHK46 - CC BY-SA 4.0 Anthospace - CC BY-SA 3.0 Sorovas - CC BY-SA 3.0 Сергей Александров - CC BY-SA 3.0 Сергей Ковалев - CC BY-SA 4.0 Sergey Nemanov (Photocity) - CC BY-SA 2.5 Florstein (WikiPhotoSpace) - CC BY-SA 4.0 Batintherain at English Wikipedia - Public domain Azmanova Natalia - CC BY-SA 4.0 Heidas - CC BY-SA 3.0 Author: Stanislaw Pokrowski - CC BY-SA 3.0 Anthospace - CC BY-SA 3.0 zarmel http://www.geodiversite.net/auteur2 - CC BY-SA 3.0 Samantha Cristoforetti - CC BY 2.0 Florstein (WikiPhotoSpace) - CC BY-SA 4.0 SiefkinDR - CC BY-SA 3.0 kuhnmi - CC BY 2.0 Игорь Шпиленок - CC BY-SA 3.0 Nakh - Public domain Денис Пономарев - CC BY-SA 4.0 Azmanova Natalia - CC BY-SA 4.0 Татьяна Лисицына - CC BY-SA 4.0 Gummy-beer - CC0 Robert Nunn from London, UK - CC BY-SA 2.0 VasilyevaED - CC BY-SA 4.0 Николай Гернет - CC BY-SA 4.0 kuhnmi - CC BY 2.0 Тимур Агиров - CC BY-SA 4.0 User:MatthiasKabel - CC BY-SA 3.0 Cons Ph - CC BY-SA 4.0 Museum of Soviet Arcade Machines - CC BY-SA 4.0 Тимур Агиров - CC BY-SA 4.0 xndr - Public domain sanil - CC0 Slavyanochka - CC BY-SA 4.0 Florstein (WikiPhotoSpace) - CC BY-SA 4.0 Отачкин А.Е - Public domain Florstein (WikiPhotoSpace) - CC BY-SA 4.0 Florstein (WikiPhotoSpace) - CC BY-SA 4.0 Sergey Pesterev - CC BY-SA 4.0 kuhnmi - CC BY 2.0 No images

Context of Rússland

Þessi síða er um Rússland, fyrir stríðsástandið þar, sjá Innrás Rússa í Úkraínu 2022.

Rússland (rússneska: Росси́я, umritun: Rossíja), formlegt heiti Rússneska sambandsríkið (rússneska: Росси́йская Федера́ция, umritun: Rossíjskaja federatsíja), er víðfeðmt land í Austur-Evrópu og Norður-Asíu. Landið er það langstærsta að flatarmáli í heiminum, yfir 17 milljón ferkílómetrar, nær yfir 11 tímabelti og þekur 8. hluta af þurrlendi Jarðarinnar. Það er nánast tvöfalt stærra en Kanada sem er næststærst. Rússland á landamæri að 16 öðrum ríkjum. Landið er einnig það níunda fjölmennasta í heiminum og fjölmennasta Evrópulandið. Höfuðborgin, Moskva, er stærsta borg Evrópu. Önnur stærsta borg landsins er Sankti Pétursborg. Rússar eru fjölmennasti hópur Slava og rússneska er það slavneska mál sem hefur langflesta málhafa.

Austur-Slavar komu fram á sjónarsviðið sem sérstök Evrópuþjóð milli 3. og 8. aldar. Á 9. öld stofnuðu nor...Lesa meira

Þessi síða er um Rússland, fyrir stríðsástandið þar, sjá Innrás Rússa í Úkraínu 2022.

Rússland (rússneska: Росси́я, umritun: Rossíja), formlegt heiti Rússneska sambandsríkið (rússneska: Росси́йская Федера́ция, umritun: Rossíjskaja federatsíja), er víðfeðmt land í Austur-Evrópu og Norður-Asíu. Landið er það langstærsta að flatarmáli í heiminum, yfir 17 milljón ferkílómetrar, nær yfir 11 tímabelti og þekur 8. hluta af þurrlendi Jarðarinnar. Það er nánast tvöfalt stærra en Kanada sem er næststærst. Rússland á landamæri að 16 öðrum ríkjum. Landið er einnig það níunda fjölmennasta í heiminum og fjölmennasta Evrópulandið. Höfuðborgin, Moskva, er stærsta borg Evrópu. Önnur stærsta borg landsins er Sankti Pétursborg. Rússar eru fjölmennasti hópur Slava og rússneska er það slavneska mál sem hefur langflesta málhafa.

Austur-Slavar komu fram á sjónarsviðið sem sérstök Evrópuþjóð milli 3. og 8. aldar. Á 9. öld stofnuðu norrænir víkingar Garðaríki í kringum borgirnar Hólmgarð (Novgorod) og Kænugarð (Kyjív). Árið 988 tók Garðaríki upp grískan rétttrúnað undir áhrifum frá Austrómverska ríkinu. Býsantíum hafði mikil menningarleg áhrif á Rússland næstu aldirnar. Garðaríki tók að leysast upp á 12. öld og furstadæmin urðu að skattlöndum Mongóla eftir að þeir réðust á þau á 13. öld. Stórhertogadæmið Moskva efldist á 15. öld og lagði undir sig norðurhluta hins forna Gaðraríkis. Ívan grimmi tók upp titillinn tsar (keisari) og stofnaði Rússneska keisaradæmið á 16. öld. Með landkönnun og landvinningum um alla Asíu varð Rússaveldi þriðja stærsta heimsveldi sögunnar. Eftir rússnesku byltinguna varð Rússland mikilvægasta sambandslýðveldi Sovétríkjanna. Landið átti stóran þátt í sigri Bandamanna í síðari heimsstyrjöld og varð risaveldi sem keppti við Bandaríkin um alþjóðleg áhrif á tímum kalda stríðsins. Eftir upplausn Sovétríkjanna árið 1991 fékk Rússland sjálfstæði sem sambandsríki. Eftir stjórnarskrárkreppuna 1993 varð landið í auknum mæli að forsetaræði. Vladímír Pútín hefur haft þar mest völd frá aldamótunum 2000. Ríkisstjórn hans hefur verið sökuð um alræðistilburði, mannréttindabrot og spillingu. Pútín tilkynnti sérstaka hernaðaraðgerð til að afvopna og afnasistavæða Úkraínu í febrúar 2022, og bannar að nota orðið stríð yfir það (og þúsundum mótmælenda sem nota það orð hafa verið stungið í fangelsi fyrir það og Rússland skilgreint Facebook (og Meta, fyrirtækið sem á Facebook og Instagram) sem öfgasamtök ), en alþjóðasamfélagið (þar á meðal Ísland) kallar það stríð og innrás Rússa í Úkraínu 2022.

Rússland er stórveldi á alþjóðavísu þótt það sé ekki sama risaveldið og Sovétríkin voru áður. Landið situr hátt á Vísitölu um þróun lífsgæða, þar er almenn heilbrigðisþjónusta og ókeypis háskólamenntun. Hagkerfi Rússlands er það 11. stærsta í heimi og það 6. stærsta kaupmáttarjafnað. Rússland er kjarnorkuveldi sem á mesta safn kjarnavopna í heimi og ræður yfir öðrum öflugasta her í heimi. Landið er í fjórða sæti yfir fjárveitingar til hermála. Rússland býr yfir miklum olíu- og gaslindum. Landið á fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, á aðild að G20, Samvinnustofnun Sjanghæ, Efnahagssamstarfi Asíu- og Kyrrahafsríkjanna, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, Alþjóðlega fjárfestingarbankanum og Alþjóðaviðskiptastofnuninni, auk þess að vera leiðandi í Samveldi sjálfstæðra ríkja, Sameiginlegu öryggissáttmálastofnuninni og Evrasíska efnahagssambandinu. Rússland er í níunda sæti yfir fjölda heimsminja.

More about Rússland

Basic information
  • Currency Rússnesk rúbla
  • Native name Россия
  • Calling code +7
  • Internet domain .ru
  • Speed limit 90
  • Mains voltage 220V/50Hz
  • Democracy index 3.31
Population, Area & Driving side
  • Population 137550949
  • Svæði 17075400
  • Driving side right

Phrasebook

Halló
Привет
Heimur
Мир
Halló heimur
Привет, мир
Þakka þér fyrir
Спасибо
Bless
До свидания
Да
Nei
Нет
Hvernig hefurðu það?
Как дела?
Fínt, takk
Хорошо, спасибо
Hversu mikið er það?
Сколько это стоит?
Núll
Нуль
Einn
Один

Destinations close to Rússland ?

453.471 visits in total, 9.077 Points of interest, 403 Destinations, 15 visits today.