Níger
Context of Níger
Níger er landlukt land í Vestur-Afríku sunnan Sahara, með landamæri að Nígeríu í suðri, Malí í vestri, Alsír og Lýbíu í norðri og Tjad í austri. Landið dregur nafn sitt af Nígerfljóti sem rennur gegnum suðvesturhluta þess. Níger nær yfir nær 1.270.000 ferkílómetra og er því stærsta land Vestur-Afríku. Um 80% landsins eru í Saharaeyðimörkinni. Íbúafjöldi er um 21 milljón. Langflestir íbúar eru múslimar og búa í suðvesturhluta landsins þar sem höfuðborgin, Níamey, er staðsett.
Níger er þróunarland og var í neðsta sæti vísitölunnar um þróun lífsgæða árið 2012. Þeir landshlutar sem ekki eru í eyðimörkinni eiga á hættu að verða eyðimerkurmyndun að bráð. Níger er eitt af fátækustu löndum heims og efnahagur þess byggist að mestu á sjálfsþurftarbúskap, kvikfjárrækt og vinnslu á úrani sem stendur undir 72% af útflutningstekjum landsins. Landið stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna vanþróaðs landbúnaðar, offjölgunar, lágs menntunarstigs, skorts á innviðum, lélegrar heilb...Lesa meira
Níger er landlukt land í Vestur-Afríku sunnan Sahara, með landamæri að Nígeríu í suðri, Malí í vestri, Alsír og Lýbíu í norðri og Tjad í austri. Landið dregur nafn sitt af Nígerfljóti sem rennur gegnum suðvesturhluta þess. Níger nær yfir nær 1.270.000 ferkílómetra og er því stærsta land Vestur-Afríku. Um 80% landsins eru í Saharaeyðimörkinni. Íbúafjöldi er um 21 milljón. Langflestir íbúar eru múslimar og búa í suðvesturhluta landsins þar sem höfuðborgin, Níamey, er staðsett.
Níger er þróunarland og var í neðsta sæti vísitölunnar um þróun lífsgæða árið 2012. Þeir landshlutar sem ekki eru í eyðimörkinni eiga á hættu að verða eyðimerkurmyndun að bráð. Níger er eitt af fátækustu löndum heims og efnahagur þess byggist að mestu á sjálfsþurftarbúskap, kvikfjárrækt og vinnslu á úrani sem stendur undir 72% af útflutningstekjum landsins. Landið stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna vanþróaðs landbúnaðar, offjölgunar, lágs menntunarstigs, skorts á innviðum, lélegrar heilbrigðisþjónustu og jarðvegseyðingar.
Sögulega séð hefur svæðið sem nú er Níger skipst milli ólíkra þjóðflokka. Frakkar hófu að leggja svæðið undir sig frá aldamótunum 1900 og Níger varð hluti af Frönsku Vestur-Afríku. Eftir að landið fékk sjálfstæði 1960 var það í sautján ár undir stjórn Hamani Diori. Miklir þurrkar og ásakanir um spillingu leiddu til þess að herforingjaráð undir stjórn Seyni Kountché steypti honum af stóli. Kountché ríkti síðan til dauðadags árið 1987. Síðan hefur landið lengst af verið undir herforingjastjórnum en árið 2011 voru haldnar lýðræðislegar kosningar og núverandi stjórn tók við.