المغرب
( Marokkó )Context of Marokkó
Marokkó (arabíska: المغرب al-Maġrib;berbíska: ⵍⵎⴰⵖⵔⵉⴱ Lmaġrib) er konungsríki í Norður-Afríku með strandlengju meðfram Atlantshafi í vestri og Miðjarðarhafi í norðri. Landamæri liggja að Vestur-Sahara í suðri, og Alsír í austri, en landamærin að Alsír eru lokuð vegna átaka um yfirráð yfir Vestur-Sahara. Arabískt nafn landsins merkir „vesturríkið“ eða „vestrið“, en Maghreb er líka heiti á norðvesturhluta Afríku.
Marokkó gerir tilkall til landsvæðisins Vestur-Sahara sem hefur verið undir marokkóskri stjórn að meira eða minna leyti síðan 1975, en þau yfirráð hafa ekki verið viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Sé Vestur-Sahara talin til Marokkó, eru ennfremur landamæri við Máritaníu til suðausturs, en annars liggja Marokkó og Máritanía ekki saman.
Spænsku útlendurnar Ceuta og Melilla eru á strönd Marokkó sem gerir tilkall til þeirra, auk eyjunnar Perejil sem er aðeins 200 metra frá strönd Marokkó í Gíbraltarsundi. Undan vesturströnd Marokkó eru...Lesa meira
Marokkó (arabíska: المغرب al-Maġrib;berbíska: ⵍⵎⴰⵖⵔⵉⴱ Lmaġrib) er konungsríki í Norður-Afríku með strandlengju meðfram Atlantshafi í vestri og Miðjarðarhafi í norðri. Landamæri liggja að Vestur-Sahara í suðri, og Alsír í austri, en landamærin að Alsír eru lokuð vegna átaka um yfirráð yfir Vestur-Sahara. Arabískt nafn landsins merkir „vesturríkið“ eða „vestrið“, en Maghreb er líka heiti á norðvesturhluta Afríku.
Marokkó gerir tilkall til landsvæðisins Vestur-Sahara sem hefur verið undir marokkóskri stjórn að meira eða minna leyti síðan 1975, en þau yfirráð hafa ekki verið viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Sé Vestur-Sahara talin til Marokkó, eru ennfremur landamæri við Máritaníu til suðausturs, en annars liggja Marokkó og Máritanía ekki saman.
Spænsku útlendurnar Ceuta og Melilla eru á strönd Marokkó sem gerir tilkall til þeirra, auk eyjunnar Perejil sem er aðeins 200 metra frá strönd Marokkó í Gíbraltarsundi. Undan vesturströnd Marokkó eru hinar spænsku Kanaríeyjar en landhelgismörkin milli Marokkó og eyjanna eru líka umdeild.
Í Marokkó ríkir þingbundin konungsstjórn þar sem marokkóska þingið er þjóðkjörið en konungur Marokkó hefur mikil völd, sérstaklega í málefnum hersins, utanríkismálum og trúmálum. Konungur getur gefið út konunglegar tilskipanir sem hafa lagagildi og leyst þingið upp.