Aragónska

Aragónska

Aragónska (aragonés, idioma aragonés eða luenga aragonesa, óformlega fabla) er indóevrópskt tungumál af ætt rómanskra tungumála. Aragónska er töluð í Aragón á Spáni af milli 10.000 og 30.000 manns, einkum í sýslum í norðurhluta Aragón og Pýreneafjöllunum. Aragónska dagsins í dag er það sem eimir eftir af navarró-aragónsku, íberísku tungumáli á miðöldum. Staða aragónsku er ekki ósvipuð og staða astúríönsku sem nýtur ákveðinnar verndar en er ekki viðurkennt sem opinbert tungumál.

More images

Destinations